Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 28 . mál.


Nd.

801. Breytingartillögur



við frv. til l. um mannanöfn.

Frá Geir H. Haarde.



     Við 1. gr. Fyrri málsgrein orðist svo:
                   Hverju barni skal gefa eiginnafn eða nöfn, þó ekki fleiri en þrjú.
     Við 2. gr. Við bætast tvær nýjar málsgreinar er verði 4. og 5. mgr. og hljóði svo:
                   Heimilt er að gefa barni millinafn þó svo að ekki eigi við að nota það sem eiginnafn að dómi mannanafnanefndar.
                   Eigin - og millinöfn hvers barns skulu ekki vera fleiri en þrjú.
     Við 8. gr. 1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Sé annað foreldri barns erlendur ríkisborgari eða hafi verið það er heimilt að barninu sé gefið erlent nafn sem eitt af eiginnöfnum þess.
     4. mgr. 9. gr. falli brott.
     Við 10. gr.
         
    
     Fyrri málsliður 1. mgr. orðist svo: Erlendur ríkisborgari má taka upp kenninafn íslensks maka síns og halda því áfram eftir að hann eða hún öðlast íslenskt ríkisfang.
         
    
     2. mgr. falli brott.